Sprengjusveitin á vettvangi í gær.
Sprengjusveitin á vettvangi í gær.
Nokkur ein­býlis­hús og parhús í Bålsta-hverfinu í sænska bænum Håbo, norðvestur af Stokkhólmi, voru rýmd síðdegis í gær eftir að virk handsprengja fannst þar í garði. Lokaði lögregla af stórt svæði vegna fundarins og kallaði til sprengjusveit sem…

Nokkur ein­býlis­hús og parhús í Bålsta-hverfinu í sænska bænum Håbo, norðvestur af Stokkhólmi, voru rýmd síðdegis í gær eftir að virk handsprengja fannst þar í garði. Lokaði lögregla af stórt svæði vegna fundarins og kallaði til sprengjusveit sem kom á vettvang og sprengdi handsprengjuna klukkan hálfníu að sænskum tíma.

Að sögn Mats Länn talsmanns lögreglu var ekki um aðrar hættur að ræða fyrir almenning þar á vettvangi eftir að sprengjan hafði verið sprengd. Eins og Morgunblaðið og mbl.is hafa fjallað ítarlega um hefur skálmöld ríkt í Svíþjóð misserum saman þar sem glæpaklíkur berast á banaspjót með skotárásum og sprengjutilræðum og hafa jafnvel fært út kvíar sínar til Noregs.