Íslenski söngleikurinn Stormur eftir þær Unu Torfa og Unni Ösp, sem einnig leikstýrir verkinu, var frumsýndur á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hákon Pálsson ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að gægjast baksviðs fyrir æfingu og smella af nokkrum skemmtilegum myndum af leikurunum og aðstandendum sýningarinnar.