Óstöðvandi Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah fagna marki þess síðarnefnda gegn Southampton á Anfield í Liverpool á laugardaginn.
Óstöðvandi Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah fagna marki þess síðarnefnda gegn Southampton á Anfield í Liverpool á laugardaginn. — AFP/Paul Ellis
Liverpool er komið með aðra hönd á Englandsmeistarabikarinn í fótbolta eftir sigur gegn Southampton, 3:1, í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í Liverpool á laugardaginn. Will Smallbone kom Southampton yfir undir lok fyrri hálfleiks en Darwin Núnez jafnaði metin fyrir Liverpool á 51

Liverpool er komið með aðra hönd á Englandsmeistarabikarinn í fótbolta eftir sigur gegn Southampton, 3:1, í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í Liverpool á laugardaginn. Will Smallbone kom Southampton yfir undir lok fyrri hálfleiks en Darwin Núnez jafnaði metin fyrir Liverpool á 51. mínútu. Mohamed Salah bætti svo við tveimur mörkum úr vítaspyrnum, en hann hefur skorað 27 mörk í deildinni á tímabilinu.

Í gær tók svo Manchester United á móti Arsenal í stórleik umferðarinnar. Bruno Fernandes kom United yfir undir lok fyrri hálfleiks áður en Declan Rice jafnaði metin fyrir Arsenal með marki á 74. mínútu. Bæði lið fengu færin til þess að vinna leikinn en inn vildi boltinn ekki og jafntefli því niðurstaðan.

Liverpool er með 70 stig í efsta sæti deildarinnar, 15 stigum meira en Arsenal þegar tíu umferðum er ólokið en Arsenal á þó leik til góða á topplið Liverpool.