— Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýra­garðsins var rúið í gær. Jón Eiríkur Einarsson, bóndi í Mófellsstaðakoti, sá um að halda um klippurnar, en hann hefur séð um að rýja kindurnar í garðinum um árabil. „Það er alltaf gaman að kynna borgarbúum og börnum sveitalífið,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið

Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýra­garðsins var rúið í gær. Jón Eiríkur Einarsson, bóndi í Mófellsstaðakoti, sá um að halda um klippurnar, en hann hefur séð um að rýja kindurnar í garðinum um árabil. „Það er alltaf gaman að kynna borgarbúum og börnum sveitalífið,“ segir Jón í samtali við Morgunblaðið.

Fjölmörg börn og foreldrar voru viðstödd rúninguna og voru börnin einstaklega áhugasöm. Jón segir þetta gott tækifæri fyrir borgarbörn til að fá að kynnast sveitalífinu og hafi mörg þeirra viljað taka virkan þátt í rúningunni.

Hann segir að hann bjóði börnunum alltaf að taka þátt í rúningunni og fá tilfinninguna fyrir sveitalífinu, sem fái ávallt góðar undirtektir.