Norður ♠ K8 ♥ K8643 ♦ G632 ♣ 85 Vestur ♠ 5 ♥ G7 ♦ D10974 ♣ D9742 Austur ♠ 10963 ♥ D1052 ♦ K85 ♣ 106 Suður ♠ ÁDG742 ♥ Á9 ♦ Á ♣ ÁKG3 Suður spilar 6♠

Norður

♠ K8

♥ K8643

♦ G632

♣ 85

Vestur

♠ 5

♥ G7

♦ D10974

♣ D9742

Austur

♠ 10963

♥ D1052

♦ K85

♣ 106

Suður

♠ ÁDG742

♥ Á9

♦ Á

♣ ÁKG3

Suður spilar 6♠.

Eftir opnun á alkröfu renna NS í spaðaslemmu og vestur spilar út ♦10. Slemman lítur vel út, eina vandamálið virðist að komast hjá að gefa tvo slagi á lauf.

Það eru ekki nægilega margar innkomur í blindan til að fría hjartað. Það kemur til greina að fara inn í blindan á ♥K og spila laufi á gosann en ef vestur drepur á drottningu þarf sagnhafi að gera upp við sig hvort hann trompar ♣3 með áttunni í borði, austur gæti yfirtrompað, eða með kóngnum því trompið gæti legið 4-1.

Því er best að taka ♣ÁK og trompa lauf tvisvar í borði. En sagnhafi verður að gæta sín á því að trompa ekki fyrra laufið með áttunni. Ef spilið liggur eins og hér að ofan yfirtrompar austur og spilar trompi og sagnhafi situr uppi með laufatapaða. Rétt er því að trompa fyrra laufið með kóng, trompa tígul heim og trompa síðasta laufið með áttunni. Þá má austur yfirtrompa.