— AFP/David Gray
Fellibylurinn Alfreð hefur gert Austur-Áströlum ýmsa skráveifu síðustu daga og valdið þeim búsifjum, meðal annars íbúum Suðaustur-Queensland þar sem hundruð þúsunda heimila voru án rafmagns í gær vegna skemmda á rafmagnslínum er meðal annars höfðu orðið undir fallandi trjám

Fellibylurinn Alfreð hefur gert Austur-Áströlum ýmsa skráveifu síðustu daga og valdið þeim búsifjum, meðal annars íbúum Suðaustur-Queensland þar sem hundruð þúsunda heimila voru án rafmagns í gær vegna skemmda á rafmagnslínum er meðal annars höfðu orðið undir fallandi trjám.

Á laugardag var nokkuð dregið af Alfreð, sem þá var orðinn að hitabeltislægð samkvæmt skilgreiningu, en engu að síður hlotnaðist honum áður sá hróður að vera suðlægasti fellibylur sem geisað hefur á svæðinu síðan Zoe fór þar um árið 1974. Makt Alfreðs má ráða af mynd af Miami-­ströndinni suður af Brisbane þar sem gullinn sandurinn hvarf í greipar ægis þótt raunar virðist hörgull á sjó við ströndina og minnir á þriðja erindi Völuspár sem skóp textanum fyrirsögn.