Lögreglan Fjölnir Sæmundsson segir að stórefla þurfi löggæsluna í landinu.
Lögreglan Fjölnir Sæmundsson segir að stórefla þurfi löggæsluna í landinu.
Formaður Landssambands lögreglumanna telur að fjölga þurfi lögreglumönnum um 200 og það strax til að bregðast við þeim veruleika sem blasir við á Íslandi. Hann vonast til að loforð ríkisstjórnarinnar um að fjölga lögreglumönnum um 50 gangi eftir en…

Formaður Landssambands lögreglumanna telur að fjölga þurfi lögreglumönnum um 200 og það strax til að bregðast við þeim veruleika sem blasir við á Íslandi. Hann vonast til að loforð ríkisstjórnarinnar um að fjölga lögreglumönnum um 50 gangi eftir en kalla þurfi til mannskap sem hefur hætt ef það á að ganga eftir.

Fjölnir Sæmundsson á að baki aldarfjórðung í ýmsum deildum lögreglunnar. Virðingarleysi gagnvart lögreglu og aðgerðum segir hann hafa aukist. Nefnir hann tvo atburði sem breytt hafi miklu; hrunið á Íslandi þegar horft er til mótmæla og framgöngu í þeim og löggæslu á Norðurlöndum eftir Breivik-fjöldamorðið í Noregi.

Í opinskáu viðtali í Dagmálum í dag fer Fjölnir yfir þær breyttu áskoranir sem lögregla glímir við.