— AFP
Ólafur Kristjánsson, betur þekktur sem Óli Tölva, ræddi ótrúlegar framfarir gervigreindar í Skemmtilegri leiðinni heim á K100 og sýndi hvernig tæknin hefur þróast á ógnarhraða. Til að prófa mátt hennar fékk hann ChatGPT til að útbúa spurningaleik fyrir þáttastjórnendur, sem sló rækilega í gegn

Ólafur Kristjánsson, betur þekktur sem Óli Tölva, ræddi ótrúlegar framfarir gervigreindar í Skemmtilegri leiðinni heim á K100 og sýndi hvernig tæknin hefur þróast á ógnarhraða.

Til að prófa mátt hennar fékk hann ChatGPT til að útbúa spurningaleik fyrir þáttastjórnendur, sem sló rækilega í gegn. Gervigreindin fékk einnig það verkefni að kynna þáttinn, sem tókst ágætlega – þó með nokkrum skondnum villum sem vöktu hlátur í stúdíóinu.

Hlustaðu á gervigreindina taka yfir þáttinn á K100.is.