— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vinna við undirstöður fyrir göngubrú yfir Sæbraut, um miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, er vel á veg komin vestan megin brautarinnar. Þegar henni verður lokið hefst vinna við undirstöður austan megin

Vinna við undirstöður fyrir göngubrú yfir Sæbraut, um miðja vegu milli gatnamóta Súðarvogs og Kleppsmýrarvegar, er vel á veg komin vestan megin brautarinnar. Þegar henni verður lokið hefst vinna við undirstöður austan megin. Samhliða þessari vinnu, sem er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, er unnið að því að setja brúna sjálfa saman. Áætlað er að brúin verði hífð upp í heilu lagi í skjóli nætur í apríl til að valda sem minnstum truflunum á hinni umferðarþungu Sæbraut.