30 ára Elva er fædd og uppalin á Akranesi en býr í Reykjavík. Hún er matreiðslumeistari og bókari að mennt og er rekstrar- og viðskiptastjóri Matartímans, sem er í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Matartíminn sérhæfir sig í þjónustu við mötuneyti, með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla. Áhugamálin eru fjölskyldan og ferðalög innanlands.
Fjölskylda Maki Elvu er Davíð Andri Bragason, f. 1992, kokkur hjá Ráðlögðum dagskammti. Synir þeirra eru Aron Ýmir, f. 2020, og Hinrik Valur, f. 2023. Foreldrar Elvu eru Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, f. 1968, búsett í Reykjavík, og Magnús Hilmir Magnússon, f. 1967, búsettur í Kópavogi.