Einvalalið Sextett Eiríks Rafns ásamt Marínu Ósk kemur fram í Hörpu.
Einvalalið Sextett Eiríks Rafns ásamt Marínu Ósk kemur fram í Hörpu.
Sextett Eiríks Rafns ásamt ­Marínu Ósk kemur fram á tónleikum í vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. „Samstarf sextettsins og ­Marínu er um ársgamalt og teygði sig meðal annars á Jazzhátíð Reykjavíkur síðasta haust

Sextett Eiríks Rafns ásamt ­Marínu Ósk kemur fram á tónleikum í vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.

„Samstarf sextettsins og ­Marínu er um ársgamalt og teygði sig meðal annars á Jazzhátíð Reykjavíkur síðasta haust. Sextettinn mun leika ný og eldri lög Marínu í nýlegum útsetningum Eiríks Rafns ásamt uppáhaldsstandördum þeirra, útsettum sérstaklega fyrir samstarfið. Gestir mega búast við bjartri sveiflu, tilfinningaríkum ballöðum og öllu þar á milli,“ segir í tilkynningu.

Sextettinn skipa auk Eiríks Rafns á trompet þeir Björgvin Ragnar Hjálmarsson á saxófón, Stefán Ómar Jakobsson á básúnu, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Jón ­Rafnsson á bassa og Scott McLemore á trommur. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á vefnum harpa.is.