Kaffiskammtur Kaffið fæst líka í bollatali.
Kaffiskammtur Kaffið fæst líka í bollatali.
Frændi minn, sem býr i hinni sparsömu Skandinavíu og kemur stundum í heimsókn á Klakann, undrar sig á nýjum hátimbruðum þjónustuhöllum, sem hann rekst sífellt á í hvert skipti sem hann sem hann á hér leið um

Frændi minn, sem býr i hinni sparsömu Skandinavíu og kemur stundum í heimsókn á Klakann, undrar sig á nýjum hátimbruðum þjónustuhöllum, sem hann rekst sífellt á í hvert skipti sem hann sem hann á hér leið um.

Það getur verið banki sem hafi þurft nýjar höfuðstöðvar og byggir svo við vöxt að hann getur leigt út frá sér. Þar hafa menn greinilega meiri trú á steinsteypu og stuðlabergi en krónuræflinum sem fuðrar upp jafnharðan.

Fleiri byggja vel yfir sína þjónustu, sérstaklega ef flutt er þangað sem plássið er nóg. Þar getur verið vítt til veggja, segir frændi, en hann sagðist hafa spurt starfsmann, sem hann náði að góma í framhjáhlaupi, hvort þeir hefðu hjólaskauta fyrir viðskiptavini, og kort af deildunum, svo ekki þyrfti að ónáða að þarflitlu.

Hann var auðvitað að grínast, enda spaugari, en hvað skyldi þurfa að selja marga kaffipakka, eða, að breyttu, naglapakka, til að standa undir þessari víðáttu?

Ekki vitum við frændur það, en hann fullyrti að svona þætti bruðl þar sem hann þekkti til.

Sunnlendingur