Liverpool og París SG eigast við í stórleik dagsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar karla í knattspyrnu á Anfield í kvöld. Staðan er 1:0 fyrir Liverpool eftir fyrri leikinn í París en þar skoraði Harvey Elliott sigurmarkið eftir að Parísarliðið…
Liverpool og París SG eigast við í stórleik dagsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar karla í knattspyrnu á Anfield í kvöld. Staðan er 1:0 fyrir Liverpool eftir fyrri leikinn í París en þar skoraði Harvey Elliott sigurmarkið eftir að Parísarliðið hafði verið mun betra allan leikinn og Liverpool varla skapað sér færi. Hollendingurinn Cody Gakpo verður þó sennilega með Liverpool í kvöld en hann hefur verið fjarverandi undanfarið.