1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 c6 5. b3 Bd6 6. Bb2 0-0 7. Dc2 e5 8. cxd5 cxd5 9. Rb5 Rc6 10. Rxd6 Dxd6 11. d4 Re4 12. a3 Dg6 13. g3
Staðan kom upp í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Benedikt Briem (2.193) hafði svart gegn Gauta Páli Jónssyni (2.141). 13. … Rg5! 14. Dd1 hvítur hefði tapað manni eftir 14. Dxg6 Rxf3+ 15. Ke2 fxg6. 14. … Rxf3+ 15. Dxf3 exd4 16. Hc1 Bf5 17. De2 Re5 18. Bg2 Rd3+ og hvítur gafst upp. Næstkomandi fimmtudag kl. 19.00 hefst 20 ára afmælismót skákfélagsins Goðans en teflt verður í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Tefldar verða sex umferðir með kappskákartímamörkum. Mótinu lýkur sunnudaginn 16. mars og eru vegleg verðlaun í boði. Ýmsir aðrir skákviðburðir verða samhliða aðalmótinu. Nánari upplýsingar um þessa skákhátíð má finna á skak.is.