Ofurstjarna Cristiano Ronaldo er hvergi nærri hættur.
Ofurstjarna Cristiano Ronaldo er hvergi nærri hættur. — AFP/Fayez Nureldine
Cristiano Ronaldo skoraði eitt markanna í sigri Al Nassr á Esteghlal, 3:0, í Meistaradeild Asíu í knattspyrnu í gærkvöldi. Markið var hans 464. síðan hann varð þrjátíu ára og er hann því kominn með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir

Cristiano Ronaldo skoraði eitt markanna í sigri Al Nassr á Esteghlal, 3:0, í Meistaradeild Asíu í knattspyrnu í gærkvöldi. Markið var hans 464. síðan hann varð þrjátíu ára og er hann því kominn með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir. Ronaldo skoraði 463 mörk fyrir þrítugt og er því kominn með alls 927 mörk á ferlinum. Portúgalinn varð fertugur fyrr á árinu og virðist hvergi nærri hættur en hann verður sennilega með á HM að ári.