— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áformað er í sumar að hleypa umferð á tvöfaldaðan kafla Reykjanesbrautar, frá Krýsuvíkurvegi og suður fyrir Straumsvík. Þarna er malbikun að mestu lokið, en eftir er vinna við frágang og merkingar ásamt vinnu við undirgöng

Áformað er í sumar að hleypa umferð á tvöfaldaðan kafla Reykjanesbrautar, frá Krýsuvíkurvegi og suður fyrir Straumsvík. Þarna er malbikun að mestu lokið, en eftir er vinna við frágang og merkingar ásamt vinnu við undirgöng. Þá er eftir að taka í sundur núverandi Reykjanesbraut við álverið vegna vinnu við lagnir sem tengjast starfsemi ÍSAL og Carbfix. Meðan á því stendur verður umferð færð yfir á nýja kaflann, en svo verður umferð á Reykjanesbraut á tvöföldum kafla með þeirri öryggisbót sem því fylgir.

Verktakar halda svo áfram vinnu á nýjum vegi milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. Því verki ætti að ljúka í síðasta lagi um mitt næsta ár. sbs@mbl.is