Einvígi Fjölnis og Skautafélags Akureyrar um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna hefst í kvöld þegar liðin mætast í Egilshöllinni í Reykjavík klukkan 19.45. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari en liðin spila annan hvern dag þar til úrslit ráðast

Einvígi Fjölnis og Skautafélags Akureyrar um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí kvenna hefst í kvöld þegar liðin mætast í Egilshöllinni í Reykjavík klukkan 19.45. Vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari en liðin spila annan hvern dag þar til úrslit ráðast. Fjölnir er ríkjandi meistari eftir að hafa rofið 17 ára einveldi Akureyringa í fyrra. Rætt er við Kolbrúnu Maríu Garðarsdóttur fyrirliða Fjölnis um einvígið á íþróttasíðu. » 26