Jeddah Selenskí ræðir hér við prinsinn Saud bin Mishal bin Abdulaziz, aðstoðarhéraðsstjóra í Makkah-héraði, við komuna til Jeddah í gær.
Jeddah Selenskí ræðir hér við prinsinn Saud bin Mishal bin Abdulaziz, aðstoðarhéraðsstjóra í Makkah-héraði, við komuna til Jeddah í gær. — AFP/Forsetaembætti Úkraínu
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti í gær Sádi-Arabíu, en ráðgert er að fulltrúar Úkraínu og Bandaríkjastjórnar muni funda í Jeddah í dag og ræða þar stöðuna sem komin er upp í samskiptum ríkjanna

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti heimsótti í gær Sádi-Arabíu, en ráðgert er að fulltrúar Úkraínu og Bandaríkjastjórnar muni funda í Jeddah í dag og ræða þar stöðuna sem komin er upp í samskiptum ríkjanna.

Forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, ræddi við Trump Bandaríkjaforseta í gær og sagðist þar vera vongóður um að viðræðurnar í dag myndu leiða til þess að Bandaríkin hæfu aftur að senda hernaðaraðstoð sem og leyniþjónustuupplýsingar til Úkraínu til þess að aðstoða landið í baráttu sinni gegn innrás Rússa.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Marco Rubio, kom til Jeddah í gær og sagði við komuna að nýleg vopnahléstillaga Úkraínumanna lofaði góðu, en þar er kallað eftir að ríkin tvö láti af loftárásum og árásum á sjó.

Þá sagði Rubio að viðræðurnar í vikunni gætu haft mikil áhrif á framhald hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna við Úkraínu. Selenskí verður sjálfur ekki viðstaddur viðræðurnar.