Stefán Ragnar Höskuldsson
Stefán Ragnar Höskuldsson
Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar á föstudaginn var sigur úr býtum í prufuspili um stöðu fyrsta flautuleikara við Berlínarfílharmóníuna, sem er ein virtasta hljómsveit í heimi. Sá háttur er hafður á hjá sveitinni að þar þurfa þátttakendur…

Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar á föstudaginn var sigur úr býtum í prufuspili um stöðu fyrsta flautuleikara við Berlínarfílharmóníuna, sem er ein virtasta hljómsveit í heimi. Sá háttur er hafður á hjá sveitinni að þar þurfa þátttakendur í prufuspili að spila fyrir alla hljómsveitina sem velur í framhaldinu sigurvegarann í kosningu sem nær til allra hljómsveitarmeðlima.

Stefán Ragnar hefur starfað í Bandaríkjunum síðustu tæpa tvo áratugi. Á árunum 2008 til 2015 gegndi hann stöðu fyrsta flautuleikara hjá Metropolitan-óperunni og frá árinu 2015 hefur hann verið fyrsti flautuleikari Chicago-sinfóníuhljómsveitarinnar. Þegar hann flyst til Berlínarfílharmóníunnar deilir hann stöðu fyrsta flautuleikara með Emmanuel Pahud.