en fékk enga eftirtekt, sem best fór á

Hrafnarnir ágætu á viðskiptablaðinu sáu að: „Dagur B. Eggertsson, sérstakur stuðningsfulltrúi Samfylkingarinnar á Alþingi, væri að reyna að gera sig gildandi í umræðum um alþjóðamál eftir að hann var kjörinn formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, sem er ein af fastanefndum Alþingis.

Það er skiljanlegt. Leitun er að víðförulli manni, en stærstur hluti þeirra ferðalaga var kostaður af íbúum Reykjavíkur. En þetta virðist ekkert ganga sérlega vel hjá Degi. Á mánudag skrifaði hann grein á Vísi þar sem hann segir að flýta eigi þjóðaratkvæðisgreiðslu um aðild að Evrópusambandinu enda megi engan tíma missa sökum viðsjár í alþjóðamálum.

Greinin hafði rétt komist í birtingu fjölmiðils þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra steig fram í fjölmiðlum og sagði „engar breytingar verða gerðar á áætlunum um fyrirhugaða þjóðaratkvæðisgreiðslu á seinni hluta kjörtímabilsins“. Um kvöldið var svo Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í Silfrinu, þar sem hún sagði að ekki ætti að flýta ferlinu á grundvelli ótta vegna varnarmála. Grein Dags hafði því rétt komist í birtingu þegar strikað hafði verið yfir hana.“

Það var athyglisvert að sjá hversu hratt Dagur hinn víðförli missti allt loft úr þessum nýjustu tilraunum sínum. Það eru því litlar líkur til þess að nýju lofti verði blásið í Dag. Og þótt dagur komi eftir þennan Dag, þá er harla ólíklegt að héðan af verði úr því að setja aðra styttu við hlið hins víðförla víkings, og var komið upp fyrir alllöngu, enda muna menn að Leifur sá þrautpíndi ekki skattgreiðendur í Reykjavík, svo að þeir þyrftu ekki að bæta þessu „lítilræði“ á sig, sem viðbót við flökku-Dag nútímans, sem var búinn að stórskaða Reykvíkinga fjárhagslega, svo að borgin hafði aldrei lent í öðru eins, og mun seint að ná vopnum sínum á nýjan leik, þótt það hjálpi, að sá fyrrnefndi sé horfinn úr laskaðri braut borgarinnar.