Flúðir Bænastund var í Hrunakirkju.
Flúðir Bænastund var í Hrunakirkju.
Karlmaður á níræðisaldri lést í árekstri sem varð á Hrunavegi við Flúðir á laugardaginn var milli tveggja fólksbíla. Maðurinn sem lést í árekstrinum ók jeppa en í hinum bílnum var kona á áttræðisaldri

Karlmaður á níræðisaldri lést í árekstri sem varð á Hrunavegi við Flúðir á laugardaginn var milli tveggja fólksbíla. Maðurinn sem lést í árekstrinum ók jeppa en í hinum bílnum var kona á áttræðisaldri. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er líðan hennar stöðug. Þegar þetta var ritað var ekki búið að taka skýrslu af konunni.

Maðurinn sem lést í slysinu bjó í Hrunamannahreppi og voru sveitungar mannsins harmi slegnir. Í sunnudagsmessu Hrunakirkju í gær leiddi séra Óskar H. Óskarsson bænastund vegna slyssins, í stað hefðbundinnar messu.

Þrjú banaslys hafa orðið á örfáum dögum af þeim fjórum sem hafa orðið á árinu.