Verk Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Rif, bar sigur úr býtum í samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar um útilistaverk í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavíkur. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að verkið sé bæði þátttökuverk og gagnvirkur áttaviti þar …

Verk Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Rif, bar sigur úr býtum í samkeppni á vegum Reykjavíkurborgar um útilistaverk í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavíkur. Í umsögn dómnefndar segir m.a. að verkið sé bæði þátttökuverk og gagnvirkur áttaviti þar sem höfuðáttirnar eru inngreyptar í skífuna og að gestir og gangandi geti leikið sér að því að snúa hvalbeininu. „Verkið tekur þannig mið af umhverfi sínu með vísunum í lífríki hafsins, siglingafræði og skipasmíði.“