Þetta er Laddi, í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar, var frumsýnd á Stóra sviðinu á föstudaginn í Borgarleikhúsinu. Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðsins brá sér baksviðs og fangaði þar nokkur skemmtileg augnablik hjá leikurunum, hljómsveitinni og öðrum aðstandendum sýningarinnar en í verkinu er farið yfir fjölbreyttan feril Ladda sem spannar 60 ár.