Þau freistandi fyrirbæri sem hafa tekið land (lent) hér eru legíó þótt ekki hafi öll skotið rótum, eða fest rætur. En orð dagsins er fótfesta. Það þýðir bókstaflega að finna e-ð (nibbu, stall) til að tylla fæti á
Þau freistandi fyrirbæri sem hafa tekið land (lent) hér eru legíó þótt ekki hafi öll skotið rótum, eða fest rætur. En orð dagsins er fótfesta. Það þýðir bókstaflega að finna e-ð (nibbu, stall) til að tylla fæti á. Bólfesta kemur ekki í staðinn. Það er samastaður og að taka sér bólfestu (ekki „ná“) er að setjast að, ílendast.