— AFP/Odd Andersen
Það var margt um manninn þegar kjörstaðir voru opnaðir í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærmorgun. Ekki einasta varð ekki þverfótað fyrir kjósendum því þar var líka mikill fjöldi erlendra fjölmiðlamanna, ljósmyndara og tökumanna

Það var margt um manninn þegar kjörstaðir voru opnaðir í grænlensku höfuðborginni Nuuk í gærmorgun. Ekki einasta varð ekki þverfótað fyrir kjósendum því þar var líka mikill fjöldi erlendra fjölmiðlamanna, ljósmyndara og tökumanna.

Kosningarnar á Grænlandi, sem á síðustu árum hafa ekki notið mikillar athygli í heimspressunni, vekja athygli um allan heim núna, ekki síst fyrir tilstuðlan Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna, sem fyrr á þessu ári kvaðst vilja kaupa landið.

Sjálfstæði Grænlands er á stefnuskrá allra stærstu flokkanna í landinu, en áherslan á hvenær það skuli verða er ólík milli flokka. Búist er við að úrslit kosninganna verði ljós í dag en landið allt er eitt kjördæmi. sonja@mbl.is