Skoraði Hilma Bergsdóttir skoraði eitt af fimm mörkum Fjölnis í öruggum sigri á SA í fyrsta leik úrslitaeinvígis kvenna í íshokkí gærkvöldi.
Skoraði Hilma Bergsdóttir skoraði eitt af fimm mörkum Fjölnis í öruggum sigri á SA í fyrsta leik úrslitaeinvígis kvenna í íshokkí gærkvöldi. — Morgunblaðið/Hafsteinn Snær
Fjölnir vann öruggan sigur á SA, 5:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í Egilshöll í gærkvöldi. Fjölnir varð deildarmeistari fyrr á tímabilinu eftir að hafa unnið sér inn 34 stig, 11 stigum meira en SA sem hafnaði í öðru sæti

Fjölnir vann öruggan sigur á SA, 5:0, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í Egilshöll í gærkvöldi.

Fjölnir varð deildarmeistari fyrr á tímabilinu eftir að hafa unnið sér inn 34 stig, 11 stigum meira en SA sem hafnaði í öðru sæti.

Annar leikur liðanna fer fram í Skautahöllinni á Akureyri annað kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Fjölnir byrjaði leikinn af krafti og komst í 2:0 í fyrstu lotu. Kolbrún María Garðarsdóttir og Hilma Bergsdóttir skoruðu mörkin og staðan því 2:0 að lokinni fyrstu lotu.

Í annarri lotu bætti Berglind Leifsdóttir við þriðja markinu fyrir heimakonur og útlitið orðið ansi gott.

Í þriðju lotu skoraði Fjölnir svo tvö mörk til viðbótar. Berglind skoraði þá annað mark sitt og fjórða mark Fjölnis auk þess sem Flosrún Vaka Jóhannesdóttir komst á blað og innsiglaði afskaplega þægilegan fimm marka sigur.