Ef Ísland þróaði sérhæfðan hátæknivæddan varnarher væri mikilvægt að hann sinnti fyrst og fremst eftirliti og gæslu íslenskra hafsvæða, segir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann á Bifröst, í grein í blaðinu í dag
Ef Ísland þróaði sérhæfðan hátæknivæddan varnarher væri mikilvægt að hann sinnti fyrst og fremst eftirliti og gæslu íslenskra hafsvæða, segir Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann á Bifröst, í grein í blaðinu í dag. Slíkur her gæti brugðist við ógnum á Norður-Atlantshafi og norðurslóðum og stutt þannig við varnarstefnu NATO. Þótt herinn væri ekki stór yrði hann háþróaður og nýtti nýjustu tækni til að greina óeðlilega starfsemi í lofti og á láði. Ísland gæti þá eflt stöðu sína sem áreiðanlegur bandamaður. » 14