Opnuð hefur verið í Borgarbókasafninu Spönginni ljósmyndasýning náttúrufræðingsins Skarphéðins G. Þórissonar (1954-2023). Í viðburðarkynningu kemur fram að Skarphéðinn hafi verið „eftirminnilegur maður sem hafði mikil áhrif á samferðafólk sitt. Hann var náttúrufræðingur að mennt og sérsvið hans voru hreindýr á Íslandi. Hann bjó lengst af í Fellabæ, kenndi við Menntaskólann á Egilsstöðum ásamt því að hafa eftirlit með hreindýrunum fyrir austan.
Náttúran í öllum sínum myndum var líf og yndi Skarphéðins og hann vann að því að vernda hana, mynda, gefa út rit og fræða um hana og leiðsegja fólki um hana. Myndirnar sem sjá má á þessari sýningu voru meðal þeirra sem voru til sýnis síðastliðið sumar í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð á Egilsstöðum, á sýningunni Hreindýralandið.“