Norður ♠ 987 ♥ Á74 ♦ 63 ♣ Á10953 Vestur ♠ G32 ♥ DG52 ♦ G8 ♣ KG64 Austur ♠ D1054 ♥ K10 ♦ 109542 ♣ 72 Suður ♠ ÁK6 ♥ 9863 ♦ ÁKD7 ♣ D8 Suður spilar 3G

Norður

♠ 987

♥ Á74

♦ 63

♣ Á10953

Vestur

♠ G32

♥ DG52

♦ G8

♣ KG64

Austur

♠ D1054

♥ K10

♦ 109542

♣ 72

Suður

♠ ÁK6

♥ 9863

♦ ÁKD7

♣ D8

Suður spilar 3G.

Lokasamningurinn í spilinu að ofan í Camrose Bretlandseyjakeppninni um síðustu helgi var oftast 3G í suður. Og við flest borðin var barátta varnar og sóknar háð í laufalitnum.

Útspilið var yfirleitt lítið hjarta og þegar sagnhafi gaf tvisvar til að vernda innkomuna í blindan skipti austur í spaða eða tígul. Nú þurfti sagnhafi a.m.k. þrjá slagi á lauf og flestir spiluðu laufadrottningunni að heiman. Einn vesturspilari lét lítið og sá eftir því en annars staðar lagði vestur kónginn á og sagnhafi drap með ás. Nú dugar ekki að spila laufi á áttuna, vestur gefur einfaldlega slaginn. Því spiluðu sagnhafarnir ♣10 úr borði í þeirri von að laufið lægi 3-3 en það gekk ekki eftir.

En einn sagnhafi, Írinn Mark Moran, fann lymskulega leið þegar hann spilaði fyrst ♣8 að heiman. Vestur, grandalaus, lét lítið og þegar áttan hélt slag var eftirleikurinn auðveldur.