Skipstjóri Solong-fraktskipsins, sem skall á bandarísku olíuflutningaskipi úti fyrir austurströnd Englands á mánudag, hefur verið handtekinn grunaður um stórfellt gáleysi og manndráp. Mikill eldur braust út eftir ásiglinguna og meirihluti skipverja slasaðist
Skipstjóri Solong-fraktskipsins, sem skall á bandarísku olíuflutningaskipi úti fyrir austurströnd Englands á mánudag, hefur verið handtekinn grunaður um stórfellt gáleysi og manndráp. Mikill eldur braust út eftir ásiglinguna og meirihluti skipverja slasaðist. Bjarga tókst 36 af 37 skipverjum en eins er enn saknað. Umfangsmikil leit var gerð að honum á mánudag án árangurs og er hann nú talinn af.