Stórafmæli Sigmundur Davíð segist hafa fæðst 75 ára og yngst síðan.
Stórafmæli Sigmundur Davíð segist hafa fæðst 75 ára og yngst síðan.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fagnar fimmtugsafmæli í dag. Í tilefni tímamótanna settist hann niður með Andreu Sigurðardóttur og leit yfir farinn veg í Dagmálum. Honum var gerð fyrirsát í viðtalinu – og er það ekki í…

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fagnar fimmtugsafmæli í dag. Í tilefni tímamótanna settist hann niður með Andreu Sigurðardóttur og leit yfir farinn veg í Dagmálum.

Honum var gerð fyrirsát í viðtalinu – og er það ekki í fyrsta skipti sem hann lendir í því – en inn í viðtalið ruddist Ásthildur Hannesdóttir með afmælisköku. Sigmundur blés á kertin venju samkvæmt en vildi ekki gefa upp hvers hann óskaði sér. Hann sagði þó svo mikið að hann sæi ekki þörf á að óska sér þess sérstaklega að ný ríkisstjórn félli, það sæi hún um sjálf.

Í viðtalinu gerir Sigmundur m.a. upp aðra fyrirsát, sem varð að Wintris-málinu svokallaða, aðdraganda hennar og áhrif, auk sigra og sorga á viðburðaríkum stjórnmálaferli.