— Colourbox
Hraðstefnumót Bíós Paradísar hafa slegið í gegn, og á morgun, fimmtudag, er komið að 30 ára og eldri. Sérstaklega er hvatt til þátttöku feiminna karlmanna sem vilja gefa ástinni séns. Lísa Attensperger, sem stendur fyrir viðburðinum, ræddi um hann í Ísland vaknar í gær

Hraðstefnumót Bíós Paradísar hafa slegið í gegn, og á morgun, fimmtudag, er komið að 30 ára og eldri. Sérstaklega er hvatt til þátttöku feiminna karlmanna sem vilja gefa ástinni séns. Lísa Attensperger, sem stendur fyrir viðburðinum, ræddi um hann í Ísland vaknar í gær. Hraðstefnumótið fer fram eftir sýningu á norsku rómantísku kvikmyndinni Love, þar sem þátttakendur fá fimm mínútur til að kynnast og geta gripið í spurningamiða til að brjóta ísinn. Drykkir verða í boði norska sendiráðsins og Þórunn Antonía stýrir kvöldinu. Nánar um málið á K100.is.