Páll Palomares, leiðari 2. fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, verður í einleikshlutverkinu á tónleikum sveitarinnar annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19.30. „Hér leikur hann Symphonie espagnole eftir Lalo,
verk sem leyfir einleikaranum að leika listir sínar. Tónleikarnir hefjast á forleik nr. 2 eftir franska tónskáldið Louise Farrenc og eftir hlé flytur hljómsveitin tvo kafla úr svítum eitt og tvö úr verkinu El sombrero de tres picos eftir Manuel de Falla. Tónleikunum stjórnar hinn þekkti spænski hljómsveitarstjóri Juanjo Mena en hann hefur fest sig í sessi á hinum alþjóðlega vettvangi klassískrar tónlistar,“ segir í tilkynningu þar sem tónleikunum er lýst sem suðrænni veislu. Miðar fást á
harpa.is.