Á góðum degi á útmánuðum er gaman að fara á hestbak eins og fólkið í Miðhúsum við Hvolsvöll gerir. Þar í Rangárþingi er fjallið Þríhyrningur fallegur bakgrunnur, í sveitum þar sem atvinnuhættir hafa gjörbreyst á fáum árum
Á góðum degi á útmánuðum er gaman að fara á hestbak eins og fólkið í Miðhúsum við Hvolsvöll gerir. Þar í Rangárþingi er fjallið Þríhyrningur fallegur bakgrunnur, í sveitum þar sem atvinnuhættir hafa gjörbreyst á fáum árum. Hestamennska er nú orðin ein helsta atvinnugreinin á svæðinu en slíkur búskapur er stundaður á tugum bæja. Því hafa fylgt fjárfestingar fyrir milljarða króna við byggingu til dæmis tamningastöðva og ræktunarbúa, þar sem oft hafa verið reist stór hesthús og reiðskemmur, lagðir skeiðvellir og fleira. » 26-27