Heimaey-VE1 Það er ekki langt í það að uppsjávarskipið Pathfinder sigli sem Heimaey til Eyja aftur.
Heimaey-VE1 Það er ekki langt í það að uppsjávarskipið Pathfinder sigli sem Heimaey til Eyja aftur. — Morgunblaðið/Óskar Friðriksson
„Við tökum við skipinu líklega um miðjan maí og þá verður það sett inn á íslenska skipaskrá,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, en nýjasta uppsjávarskip félagsins, Pathfinder PH-165, kom við í Vestmannaeyjum á…

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Við tökum við skipinu líklega um miðjan maí og þá verður það sett inn á íslenska skipaskrá,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, en nýjasta uppsjávarskip félagsins, Pathfinder PH-165, kom við í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn og landaði kolmunna sem fór til vinnslu hjá Ísfélaginu hf.

„Þeir voru á veiðum vestur af Írlandi,“ segir Eyþór og sagði að hann hefði farið með Skotana um bæinn en þeir hefðu síðan siglt aftur til Skotlands um nóttina.

„Við tökum við skipinu í Skagen í Danmörku í maí og þá eigum við eftir að ákveða hvað við gerum áður en við siglum heim. Þetta er skip í toppstandi, enda bara sjö ára gamalt, svo ef eitthvað verður lagað er það bara eitthvert smotterí,“ segir hann.

Eyþór segir að Pathfinder verði nýja Heimaey VE, en Heimaey VE og Suðurey VE eru í söluferli. Fyrsta verkefni nýrrar Heimaeyjar verður að fara á makrílveiðar. „Við ætlum að ná stærri hluta af makrílnum á næstu vertíð en þessari síðustu, enda er skipið gott sjóskip og passar vel inn í okkar flota.“

Pathfinder PD-165 eða Heimaey er 78,54 m að lengd, 15,5 m á breidd og tekur 2.800 brúttótonn.

Láta ekki éta sig út á gaddinn

Þegar Eyþór er spurður hvort hann taki undir þau sjónarmið, sem mikið hafa heyrst, að hnúfubakurinn sé að éta allt æti í sjónum segir hann að það þurfi klárlega að rannsaka það.

„Við höfum áhyggjur af því að hnúfubakurinn eða hvalurinn sé að éta of mikið af loðnunni. Það væri glapræði að rannsaka það ekki. Það er algjör óþarfi að láta hann éta okkur út á gaddinn.“

Höf.: Dóra Ósk Halldórsdóttir