Willum Þór Þórsson gefur kost á sér í kjöri forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á íþróttaþingi ÍSÍ í vor en Lárus Blöndal ætlar þá að láta af störfum. Willum, sem er 62 ára, var knattspyrnumaður um árabil, síðan þjálfari þar sem karlalið KR…
Willum Þór Þórsson gefur kost á sér í kjöri forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á íþróttaþingi ÍSÍ í vor en Lárus Blöndal ætlar þá að láta af störfum. Willum, sem er 62 ára, var knattspyrnumaður um árabil, síðan þjálfari þar sem karlalið KR og Vals urðu Íslandsmeistarar undir hans stjórn, og var síðan þingmaður frá 2013 og þar til hann féll af þingi í alþingiskosningunum í desember. Hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra frá 2021.