Norður ♠ ÁKD ♥ Á5 ♦ ÁK10873 ♣ 64 Vestur ♠ 63 ♥ KG73 ♦ 54 ♣ KG753 Austur ♠ G94 ♥ D9862 ♦ D2 ♣ ÁD8 Suður ♠ 108752 ♥ 104 ♦ G96 ♣ 1092 Suður spilar 4♠

Norður

♠ ÁKD

♥ Á5

♦ ÁK10873

♣ 64

Vestur

♠ 63

♥ KG73

♦ 54

♣ KG753

Austur

♠ G94

♥ D9862

♦ D2

♣ ÁD8

Suður

♠ 108752

♥ 104

♦ G96

♣ 1092

Suður spilar 4♠.

Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni, sem haldið var um helgina, lauk með öruggum sigri sveitar PWC en hana skipuðu Ljósbrá Baldursdóttir, Hjördís Sigurjónsdóttir, Anna Ívarsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.

Í spilinu að ofan úr 5. umferð mótsins er leiðin í 4♠ ekkert sérstaklega greið. Það kemur til greina að opna á 2G með norðurspilin og það varð lokasamningur við tvö borð, 10 slagir. Það er einnig áhættusamt að opna á 1♦ og þar lauk sögnum við eitt borð.

Ljósbrá valdi samt að opna á 1♦, austur sagði 1♥, Hjördís passaði og vestur hækkaði í 2♥. Ljósbrá doblaði til úttektar og Hjördís sagði 2♠. Ljósbrá reyndi að afla meiri upplýsinga með 3♥ og þegar Hjördís sagði 3♠ lyfti Ljósbrá í 4♠. Úrspilið var einfalt og Hjördís fékk 12 slagi.

Eitt annað par komst í 4♠, Ingibjörg Halldórsdóttir og Ólöf Thorarensen, í sama leiknum svo spilið féll.