Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers missir af leikjum Íslands gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni en hún hefur ekki spilað með OH Leuven í Belgíu síðan í nóvember vegna meiðsla. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi í gær…
Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers missir af leikjum Íslands gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni en hún hefur ekki spilað með OH Leuven í Belgíu síðan í nóvember vegna meiðsla. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði á fréttamannafundi í gær að meiðslin, álagsbrot í rist, hefðu greinst seint og það hefði tafið fyrir endurkomunni. Diljá yrði frá næstu vikur en ætti ennþá möguleika á að vera komin af stað nógu snemma fyrir EM í sumar.