Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um að svipta fréttasamtökin Voice of America (VOA) ríkisfjárframlögum en hann sakar þau um að vera andvíg sér. BBC greinir frá og segir að VOA, sem sé fyrst og fremst útvarpsstöð, hafi verið…

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um að svipta fréttasamtökin Voice of America (VOA) ríkisfjárframlögum en hann sakar þau um að vera andvíg sér. BBC greinir frá og segir að VOA, sem sé fyrst og fremst útvarpsstöð, hafi verið sett á laggirnar í seinni heimsstyrjöldinni til að vinna gegn áróðri nasista og að Gerald Ford fyrrverandi Bandaríkjaforseti hafi skrifað undir opinberan sáttmála árið 1976 sem hafi verið gerður til að standa vörð um ritstjórnarlegt sjálfstæði samtakanna. Þá segir Mike Abramowitz forstjóri VOA að hann og nánast allt starfsfólk hans, sem telji um 1.300 manns, hafi verið sent í launað leyfi en VOA nær til hundraða milljóna manna á heimsvísu í hverri viku.

Tilskipunin beinist að móðurfyrirtæki VOA, US Agency for Global Media, sem einnig fjármagnar sjálfseignarstofnanir eins og Radio Free Europe og Radio Free Asia en þær voru upphaflega stofnaðar til að vinna gegn kommúnisma. Auk þess hefur The National Press Club, leiðandi fulltrúahópur bandarískra blaðamanna, gagnrýnt tilskipunina og sagt hana grafa undan fjölmiðlafrelsi og skuldbindingu Bandaríkjamanna um frjálsa og óháða fjölmiðla.