— Morgunblaðið/Ómar
Björgunarsveitir í Tauranga á Norðureyju Nýja-Sjálands voru kallaðar út eftir að tilkynning barst um sundmenn í neyð við strönd Matua í vikunni. Lögregla, björgunarþyrla og sjóbjörgunarsveit leituðu í 45 mínútur áður en aðgerðin var stöðvuð –…

Björgunarsveitir í Tauranga á Norðureyju Nýja-Sjálands voru kallaðar út eftir að tilkynning barst um sundmenn í neyð við strönd Matua í vikunni.

Lögregla, björgunarþyrla og sjóbjörgunarsveit leituðu í 45 mínútur áður en aðgerðin var stöðvuð – þegar í ljós kom að sundmennirnir reyndust vera gæsir sem virtust eiga erfitt uppdráttar á vatninu.

Talsmaður sjóbjörgunarinnar hrósaði þó þeim sem lét lögregluna vita. „Það er alltaf betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ sagði hann.

Nánar um málið í furðufréttum á K100.is.