Línur hafa lítið skýrst í viðræðum stjórnmálaflokka á Grænlandi um myndun nýrrar landsstjórnar í kjölfar þingkosninga í síðustu viku þar sem stjórnarflokkarnir IA og Siumut misstu meirihluta sinn.
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru ekki hafnar en Jens-Frederik Nielsen formaður Demokraatit, sem vann sigur í kosningunum, hefur átt fundi með formönnum annarra flokka.
Nielsen hefur ekki viljað tjá sig við grænlenska fjölmiðla um fundina en bæði Múte Bourup Egede, formaður flokksins IA og fráfarandi formaður landsstjórnarinnar, og Vivian Motzfeldt, nýr formaður Siumut, hafa sagt að viðræðurnar hafi litlu skilað og erfitt sé að sjá að grundvöllur sé fyrir samstarfi flokkanna við Demokraatit.