Snorri Másson og Diljá Mist Einarsdóttir.
Snorri Másson og Diljá Mist Einarsdóttir. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir
Mikilvægt er að Kristrún Frostadóttir skýri nákvæmlega frá því hver aðkoma hennar var að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Ljóst er að hún og ráðuneyti hennar voru að einhverju marki upplýst fyrir viku um…

Mikilvægt er að Kristrún Frostadóttir skýri nákvæmlega frá því hver aðkoma hennar var að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Ljóst er að hún og ráðuneyti hennar voru að einhverju marki upplýst fyrir viku um ástarsamband ráðherrans og barnsburð í samneyti við fimmtán ára dreng árið 1989. Þá hefur misræmi komið fram í yfirlýsingum Kristrúnar og Ásthildar Lóu um hverjir það voru sem báru upplýsingar frá forsætisráðuneytinu til barnamálaráðherrans þegar málið kom upp. Kristrún hefur sagt að þar hafi aðstoðarmenn ráðherra átt í hlut og rætt sín í milli en Ásthildur Lóa segist hafa átt í beinum samskiptum við aðstoðarmann Kristrúnar. Þennan anga málsins og fleiri ræða þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Snorri Másson á vettvangi Spursmála. Þau telja bæði að þingið þurfi að leiða fram sannleikann í atburðarásinni sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa ákvað að söðla um og hverfa úr ráðherraembætti.

Diljá setur spurningarmerki við hversu mjög Kristrún hafi dregið lappirnar við að sannreyna þær upplýsingar sem henni bárust um hina áður óþekktu fortíð fagráðherra hennar. Framganga Ríkisútvarpsins staðfesti að það hafi ekki þurft mikið til að ganga úr skugga um að sannreyna frásögnina. Viðtalið í heild er aðgengilegt á mbl.is.