Imogen Faith Reid leikur stúlkuna.
Imogen Faith Reid leikur stúlkuna. — AFP/JC Olivera
Drama „Michael, ég er ekki viss um að hún sé lítil stúlka,“ segir Kristine Bennett við bónda sinn í myndaflokknum Good American Family sem nálgast má á streymisveitunum Hulu og Disney+. Þar á hún við barnið sem þau hafa ættleitt frá Úkraínu, Nataliu Grace, sem á að vera sjö ára

Drama „Michael, ég er ekki viss um að hún sé lítil stúlka,“ segir Kristine Bennett við bónda sinn í myndaflokknum Good American Family sem nálgast má á streymisveitunum Hulu og Disney+. Þar á hún við barnið sem þau hafa ættleitt frá Úkraínu, Nataliu Grace, sem á að vera sjö ára. Hjónin fer þó fljótt að gruna að hún sé mun eldri en dvergvaxin. Byggt er á sönnum atburðum. Ellen Pompeo og Mark Duplass leika hjónin en Imogen Faith Reid leikur „stúlkuna“. Dule Hill fer svo með hlutverk lögreglumanns sem rannsakar málið sem endar fyrir dómstólum. Fleiri hafa látið sig málið varða en það er einnig til umfjöllunar í heimildarmynd á Investigation Discovery Channel.