Mikil hætta er á að nýjar veirur berist til landsins með þeim farfuglum sem nú flykkjast til landsins. Farfuglarnir koma frá slóðum þar sem töluvert hefur verið um sýkingar í fuglum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun (MAST).
TIlkynningum til stofnunarinnar um dauða villta fugla hefur fækkað og túlka sérfræðingar MAST það svo að það sé vísbending um að þeim fuglum sem smitist af fuglaflensu sé að fækka. Aftur á móti er ljóst að fuglaflensan er ekki úr sögunni, þar sem enn greinist stöku fugl með skæða fuglaflensu.
MAST vill minna á að enn eru í gildi fyrirmæli ráðherra um varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglainflúensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi.
Fuglaeigendur þurfa því enn að gæta ýtrustu sóttvarna og fylgjast vel með fuglum sínum.