Borgarnes Ólafur Adolfsson þingmaður og Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, stjórnuðu athöfninni.
Borgarnes Ólafur Adolfsson þingmaður og Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, stjórnuðu athöfninni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Borgarnes | Hátíðarstemning ríkti í Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag þegar skóflum var stungið í svörð fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi. Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, flutti stutt ávarp og bauð síðan yngstu…

Borgarnes | Hátíðarstemning ríkti í Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag þegar skóflum var stungið í svörð fyrir nýju fjölnota íþróttahúsi. Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, flutti stutt ávarp og bauð síðan yngstu kynslóðinni að hefjast handa við moksturinn og það þurfti ekki að reka á eftir krökkunum við skóflustungurnar. Um 200 börn mættu til leiks.

Guðveig sagði það ekki ónýtt að hafa Ólaf Adolfsson sér við hlið við þetta tækifæri, hann væri ekki bara alþingismaður og fyrrverandi landsliðsmaður Íslendinga í fótbolta heldur hefði hann líka leikið knattspyrnu í mörg ár með liði Skallagríms.