Strákasveitin IceGuys gaf út lagið „Stígðu inn“ á miðnætti aðfaranótt föstudags og hefur það þegar vakið athygli fyrir sterkt 90's-yfirbragð. Beðið hefur verið eftir laginu með eftirvæntingu og það er talið líklegt til að slá í gegn, líkt og fyrri lög sveitarinnar. Jón Jónsson, eða JJ í strákasveitinni, ræddi lagið í morgunútvarpi K100 þar sem hann lýsti stemningunni í kringum útgáfuna. „Kannski er eitthvað meira að fara að gerast. Ég get ekkert sagt um það núna,“ svaraði Jón leyndardómsfullur. Hann ræddi einnig um fertugsafmæli sitt á árinu og hrósaði félaga sínum Herra Hnetusmjöri fyrir velgengni hans á Hlustendaverðlaununum í vikunni. „Stígðu inn“ er nú þegar komið í spilun og viðtökurnar góðar, en hægt er að hlusta á lagið á helstu streymisveitum.
Nánar um málið á K100.is.