Ingibjörg Isaksen
Ingibjörg Isaksen
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Meðal þess fjölmarga sem rýrt hefur trúverðugleika Flokks fólksins þannig að ekkert er eftir er svik flokksins í Evrópumálum. Frambjóðendur flokksins stilltu sér fyrir kosningar upp sem einum eindregnustu andstæðingum aðildar að Evrópusambandinu en…

Meðal þess fjölmarga sem rýrt hefur trúverðugleika Flokks fólksins þannig að ekkert er eftir er svik flokksins í Evrópumálum. Frambjóðendur flokksins stilltu sér fyrir kosningar upp sem einum eindregnustu andstæðingum aðildar að Evrópusambandinu en stukku svo hiklaust um borð í Evrópuhraðlest Viðreisnar og Samfylkingar þegar færi gafst.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, á Alþingi út í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu Íslands í ESB og hvort Inga styddi að henni yrði flýtt.

Formaður flokks fólksins sagði skringilegan misskilning í gangi, í þjóðaratkvæðagreiðslunni væri ekki verið að greiða atkvæði um inngöngu í ESB heldur um það hvort hefja ætti „aðildarviðræður“.

Þennan blekkingarleik leiðrétti Ingibjörg og benti á að oft væri „látið líta svo út eins og viðræður við ESB séu bara ákveðin skoðunarferð, að við séum að kíkja í pakkann. En staðreyndin er sú að aðildarviðræður eru aðlögunarferli“.

Heldur Flokkur fólksins að hann verði trúverðugri við að reyna að blekkja kjósendur eftir að hafa svikið þá?