Útgáfa Alex van Halen upplýsti í samtali við hollenska blaðið De Telegraph á dögunum að hann væri nú að fara gegnum óútgefnar upptökur með þeim bræðrum, Eddie og honum sjálfum, en bróðir hans féll frá árið 2020
Útgáfa Alex van Halen upplýsti í samtali við hollenska blaðið De Telegraph á dögunum að hann væri nú að fara gegnum óútgefnar upptökur með þeim bræðrum, Eddie og honum sjálfum, en bróðir hans féll frá árið 2020. Skilja mátti á honum að Steve Lukather gítarleikari Toto ynni með honum að verkefninu en þeir Eddie voru góðir vinir. Nú hefur Lukather á hinn bóginn sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að um misskilning sé að ræða, hann muni aldrei koma nálægt Van Halen-upptökum enda sé hann þess ekki umkominn.