Vagnstjórar væru ekki eins alúðlegir við krakka og fullorðna árið 1985.
Vagnstjórar væru ekki eins alúðlegir við krakka og fullorðna árið 1985. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Ein frá Mosfellssveit ritaði Velvakanda í Morgunblaðinu bréf í mars 1985 og sagði farir sína alls ekki sléttar. „Um daginn var ég í búð þar sem fullorðinn maður var að versla. Hann var búinn að vera að versla í korter og afgreiðslustúlkan brosti faman í hann allan tímann

Ein frá Mosfellssveit ritaði Velvakanda í Morgunblaðinu bréf í mars 1985 og sagði farir sína alls ekki sléttar.

„Um daginn var ég í búð þar sem fullorðinn maður var að versla. Hann var búinn að vera að versla í korter og afgreiðslustúlkan brosti faman í hann allan tímann. En þegar maðurinn var farinn út fór konan skyndilega að rífast. Það tók mig u.þ.b. hálfa mínútu að ákveða hvað ég ætlaði að fá en það var of langur tími að mati afgreiðslukonunnar og hún rak mig út með það sama.“

Ein frá Mosfellssveit sagði hið sama oft gerast í strætisvögnum, vagnstjórar væru ekki eins alúðlegir við krakka og fullorðna.

„Að lokum finnst mér allt of dýrt í strætó og í rútuna frá Mosfellssveit, en það kostar 40 krónur að fara til Reykjavíkur.“

Jói hringdi einnig í Velvakanda og spurði: „Hvernig væri nú að sýna meira barnaefni í sjónvarpinu? Til dæmis veit ég að Steinaldarmannanna er sárt saknað en þeir eru nú sýndir við miklar vinsældir í danska sjónvarpinu.“