Nikolaj Hansen, fyrirliði karlaliðs Víkings úr Reykjavík í fótbolta, er meiddur aftan í læri og missir af þeim sökum af fyrstu leikjum Íslandsmótsins. Þetta tilkynnti Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í samtali við fótbolta.net en Hansen tognaði …
Nikolaj Hansen, fyrirliði karlaliðs Víkings úr Reykjavík í fótbolta, er meiddur aftan í læri og missir af þeim sökum af fyrstu leikjum Íslandsmótsins. Þetta tilkynnti Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, í samtali við fótbolta.net en Hansen tognaði aftan í læri í æfingaleik gegn Grindavík á miðvikudaginn. Hansen kom inn á sem varamaður í leiknum og gerir þjálfarinn ráð fyrir því að danski framherjinn verði frá í þrjár til fjórar vikur.